Viðskipti erlent

Coke eykur söluna

Mikil eftirspurn eftir Coca-Cola Zero lagði grunninn að góðu uppgjöri Coca-Cola.
Mikil eftirspurn eftir Coca-Cola Zero lagði grunninn að góðu uppgjöri Coca-Cola.

Hagnaður bandaríska drykkjarvöruframleiðandans Coca-Cola nam rúmum 111 milljörðum íslenskra króna á síðasta rekstrarári og jókst um tæpt prósent milli ára.



Sala á afurðum fyrirtækisins jókst um nítján prósent; nam tæpum 464 milljörðum króna og hefur ekki tekið svo stórt stökk í heil níu ár. Sérfræðingar þakka mikilli eftirspurn eftir hinum nýja Coca-Cola Zero drykk.



Coca-Cola fær um áttatíu prósent tekna sinna af sölu á drykkjarvörum og hefur sótt hratt í sig veðrið á nýrri mörkuðum á borð við Kína og Indland „Coke Zero hefur vegnað alveg ótrúlega vel“, sagði Pete Hastings, sérfræðingur fjármálafyrirtækisins Morgan Keegan, og bætti við „Coke Zero drykkurinn virðist sérstaklega hitta í mark í Evrópu.“



Bréf í Coca-Cola hafa náð hæstu hæðum í Kauphöllinni í New York undanfarna daga. Hlutabréf í félaginu hafa hækkað um tæp tíu prósent á árinu og hafa ekki verið hærri í fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×