Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Jón Skaftason skrifar 18. júlí 2007 02:15 Microsoft er vinsælasta vörumerkið á Bretlandseyjum. Breskir karlmenn vilja bjór frá Guinness en konurnar kampavín frá Moet & Chandon. Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. Bandaríski drykkjarrisinn Coca-Cola varð í öðru sæti, Google í því þriðja og breska ríkisútvarpið BBC í fjórða sæti. Önnur vörumerki á meðal tíu efstu voru British Petroleum, British Airways, Lego, Guinness, Mercedes-Benz og sælgætisframleiðandinn Cadbury. „Bretar á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum eru greinilega afar hrifnir af Microsoft, Google er þó á fleygiferð og sækir á með hverju árinu," sagði Stephen Cheliotis, forsvarsmaður Superbrands. Cheliotis sagði greinilegt hversu vel gömul og rótgróin fyrirtæki kæmu úr könnuninni. „Fyrirtæki á borð við Coca-Cola og British Petroleum hafa löngum átt gott samband við viðskiptavini sína." Superbrands gerði einnig sambærilega könnun meðal tuttugu fjölmiðlamanna og fulltrúa úr auglýsingageiranum. Niðurstöðurnar urðu allt aðrar; Google varð hlutskarpast og Ipodinn frá Apple í öðru sæti. Microsoft komst raunar ekki inn á topp tíu lista sérfræðinganna, en Coca-Cola, Google og BBC voru einu fyrirtækin sem komust á báða listana. „Við bíðum spennt eftir könnun næsta árs, Þá sjáum við hvort sérfræðingarnir eru virkilega með puttann á púlsinum og spá rétt fyrir um vinsælustu vörumerki næsta árs," sagði Cheliotis. Athygli vakti að lítill munur var á svörum karla og kvenna í neytendakönnuninni. Helstur var munurinn þegar kom að áfengistegundum, kampavínsframleiðandinn Moet & Chandon var meðal tíu efstu hjá konunum en karlarnir voru hrifnari af bjórframleiðandanum Guinness. Áfengissmekkurinn virðist einnig ólíkur milli aldurshópa. Fólk á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára nefndi Smirnoff, Bacardi og Jack Daniels. Eldri neytendur voru hins vegar hrifnari af rótgrónum breskum áfengistegundum á borð við Wedgewood, Parker og Clarks. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. Bandaríski drykkjarrisinn Coca-Cola varð í öðru sæti, Google í því þriðja og breska ríkisútvarpið BBC í fjórða sæti. Önnur vörumerki á meðal tíu efstu voru British Petroleum, British Airways, Lego, Guinness, Mercedes-Benz og sælgætisframleiðandinn Cadbury. „Bretar á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum eru greinilega afar hrifnir af Microsoft, Google er þó á fleygiferð og sækir á með hverju árinu," sagði Stephen Cheliotis, forsvarsmaður Superbrands. Cheliotis sagði greinilegt hversu vel gömul og rótgróin fyrirtæki kæmu úr könnuninni. „Fyrirtæki á borð við Coca-Cola og British Petroleum hafa löngum átt gott samband við viðskiptavini sína." Superbrands gerði einnig sambærilega könnun meðal tuttugu fjölmiðlamanna og fulltrúa úr auglýsingageiranum. Niðurstöðurnar urðu allt aðrar; Google varð hlutskarpast og Ipodinn frá Apple í öðru sæti. Microsoft komst raunar ekki inn á topp tíu lista sérfræðinganna, en Coca-Cola, Google og BBC voru einu fyrirtækin sem komust á báða listana. „Við bíðum spennt eftir könnun næsta árs, Þá sjáum við hvort sérfræðingarnir eru virkilega með puttann á púlsinum og spá rétt fyrir um vinsælustu vörumerki næsta árs," sagði Cheliotis. Athygli vakti að lítill munur var á svörum karla og kvenna í neytendakönnuninni. Helstur var munurinn þegar kom að áfengistegundum, kampavínsframleiðandinn Moet & Chandon var meðal tíu efstu hjá konunum en karlarnir voru hrifnari af bjórframleiðandanum Guinness. Áfengissmekkurinn virðist einnig ólíkur milli aldurshópa. Fólk á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára nefndi Smirnoff, Bacardi og Jack Daniels. Eldri neytendur voru hins vegar hrifnari af rótgrónum breskum áfengistegundum á borð við Wedgewood, Parker og Clarks.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent