Viðskipti erlent

Dræmur vöxtur vöruskipta hjá G7-iðnríkjunum

Aukningu í vöruinnflutningi G7-ríkjanna má að mestu rekja til aukinnar innlendrar eftirspurnar í Þýskalandi.
Aukningu í vöruinnflutningi G7-ríkjanna má að mestu rekja til aukinnar innlendrar eftirspurnar í Þýskalandi.

Vöruútflutningur sjö helstu iðnríkja heims (G7) jókst um 0,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs frá fjórðungnum á undan. Þetta sýna nýbirtar tölur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) yfir alþjóðlegar hagstærðir. Til G7-landanna teljast Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bretland og Bandaríkin.



Vöruinnflutningur á tímabilinu jókst um 1,5 prósent. Það stjórnaðist að mestu af aukinni eftir­spurn í Þýskalandi. Miðað við árið á undan hafa vöruskipti aukist töluvert, útflutningur um 3,4 prósent og innflutningur um 4,1 prósent.



Vöruútflutningur frá Þýskalandi jókst um 0,7 prósent miðað við fjórðunginn á undan. Á sama tíma jókst innflutningur um 8,6 prósent. Á milli ára hefur vöruútflutningur í Þýskalandi aukist um 11,4 prósent og innflutningur um 15,4 prósent.



Í Bandaríkjunum jókst vöruinnflutningur um 0,2 prósent og innflutningur um 1,4 prósent á milli ársfjórðunga. Miðað við árið á undan hefur útflutningur aukist um sex prósent og innflutningur um 2,1 prósent, vel undir meðaltali G7-landanna. Milli ársfjórðunga jókst útflutningur mest í Japan, eða um tvö prósent. Þar dróst innflutningur jafnframt mest saman, eða um 3,3 prósent milli ársfjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×