Segir enga fá betri afslátt á raforku en garðyrkjubændur Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 10:30 Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, var gestur Bítismanna í morgun. RARIK/GETTY Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir garðyrkjubændur búa við bestu kjör á rafmagni sem í boði eru og búa við mikla niðurgreiðslu frá hinu opinbera. Tryggvi Þór var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi stöðu garðyrkjubænda sem hafa kvartað yfir erfiðu rekstarumhverfi. Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, mætti í Bítið í gærmorgun þar sem hann sagði garðyrkjubændur ekki ná að anna eftirspurn. Rekstrarkostnaður væri einfaldlega of hár og beina bændur þar sérstaklega sjónum að raforkuverði og flutningskostnaði rafmagns. Íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki náð að anna eftirspurn eftir til dæmis gúrkum og tómötum. Mikil niðurgreiðsla Tryggvi Þór ræddi raforkuna og sölu og flutning hennar til garðyrkjubænda í viðtalinu. „Garðyrkjubændur eru að greiða annars vegar fyrir orkuna sem þeir kaupa á frjálsum markaði. Það er samkeppni um orkusölu. Og hins vegar eru þeir að greiða fyrir flutnings- og dreifikostnað þar sem þeir eru. Flutnings- og dreifikostnaður er misdýr í dreifikerfi RARIK eftir því hvort þú ert í dreifbýli eða þéttbýli. Sjá einnig: Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Varðandi garðyrkubændur hins vegar þá hafa stjórnvöld gert það nokkuð lengi að greiða niður langstærstan hluta af flutnings- og dreifikostnaði. Var hann lengi milli 88 og 92 prósent. Það breyttist á árinu 2018, þegar komu fleiri stórir aðilar þar inn og fjármagnið sem var til ráðstöfunar dugði ekki með sama hætti. Þannig að að á árinu 2019 fóru stjórnvöld í það og RARIK kom að því, að fara yfir þetta og breyta. Áður var niðurgreitt á orkuna og aflgjaldið, en nú er niðurgreitt á orkuna, aflgjaldið og fastagjaldið. Og staðan er þá núna sú að með garðyrkubændur að þeir greiða, hvort sem þeir eru í dreifbýli eða þéttbýli, að ríkið greiðir niður 82 prósent af fastagjaldinu, aflgjaldinu og orkugjaldinu í þéttbýli og 86 prósent í dreifbýli.“ Er einhver annar með svona mikinn afslátt? „Nei, nei,“ segir Tryggvi Þór. Hlusta má á viðtalið við Tryggva Þór í heild sinni í spilaranum að neðan.
Byggðamál Garðyrkja Orkumál Tengdar fréttir Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43 Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Garðyrkjubændur ná ekki að anna eftirspurn Neytendur hafa orðið varir við skort á gúrkum í hillum íslenskra verslana að undanförnu. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna eftir raforkuverð of hátt. 19. febrúar 2020 10:43