Sviknir um þúsund krónur á tímann 13. febrúar 2005 00:01 Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann. "Ekki eru til neinar haldbærar og staðfestar tölur" um útlendinga sem hér starfa ólöglega, segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, "en samkvæmt könnunum sem iðnaðarmannafélögin í Reykjavík hafa verið að gera á byggingamarkaðnum eru þetta hátt í þúsund manns bara hér á suðvesturhorninu." Samkvæmt þessum sömu könnunum virðist sem margir þessara verkamanna séu að fá 400 til 600 krónur á tímann, sem er hátt í þúsund krónum undir almennum taxta. Þegar við bætist að þeim eru ekki greidd nein launatengd gjöld þá blasir við að atvinnurekendur eru að hagnast um þúsund krónur á tímann á hverjum starfsmanni, sem gæti þýtt 200 milljónir á mánuði eða svo sem atvinnurekendur eru að spara sér. "Þetta eru svimandi tölur og þetta kolskekkir alla samkeppnisstöðu á íslenskum vinnumarkaði. Þau fyrirtæki sem enn eru að burðast við að standa eðlilega að sínum málum lenda óhjákvæmilega í vandræðum." Á höfuðborgarsvæðinu starfa um það bil 15 til 20 þúsund manns í byggingariðnaði, þannig að ólöglegir útlendir verkamenn eru væntanlega meira en fimm prósent af öllum þeim sem starfa í þessum geira. "Maður hefur heyrt sögur um að þetta fólk sé geymt í lélegum húsum uppi á Kjalarnesi þar sem því er hrúgað upp við ömurlegar aðstæður," segir Guðmundur en vill þó taka fram að hann sjái ekkert athugavert við að "útlendingar komi hingað að vinna ef það er gert á eðlilegum forsendum og þeir njóti hér þeirra réttinda sem þeir sannarlega eiga rétt á. Hérna eru óprúttnir menn að nýta sér vesæld þessa fólks sem þeir flytja hingað og stinga síðan réttindum þess í eigin vasa. Þetta er ekkert annað en þjófnaður." "Hér er hópur atvinnurekenda sem gerir orðið út á þetta," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Viðbrögð stjórnvalda eru samt alveg hreint sorgleg. Þegar dregin eru fram dæmi um að verið sé að brjóta lög með mjög grófum hætti yppa menn bara öxlum og fara undan í flæmingi." Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, er það ekki hlutverk ráðuneytisins að fylgjast með kjörum og kaupi á vinnumarkaði. Eftirlitshlutverkið er í höndum aðila vinnumarkaðarins og þeir verða síðan að reka öll slík mál fyrir félagsdómi. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann. "Ekki eru til neinar haldbærar og staðfestar tölur" um útlendinga sem hér starfa ólöglega, segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, "en samkvæmt könnunum sem iðnaðarmannafélögin í Reykjavík hafa verið að gera á byggingamarkaðnum eru þetta hátt í þúsund manns bara hér á suðvesturhorninu." Samkvæmt þessum sömu könnunum virðist sem margir þessara verkamanna séu að fá 400 til 600 krónur á tímann, sem er hátt í þúsund krónum undir almennum taxta. Þegar við bætist að þeim eru ekki greidd nein launatengd gjöld þá blasir við að atvinnurekendur eru að hagnast um þúsund krónur á tímann á hverjum starfsmanni, sem gæti þýtt 200 milljónir á mánuði eða svo sem atvinnurekendur eru að spara sér. "Þetta eru svimandi tölur og þetta kolskekkir alla samkeppnisstöðu á íslenskum vinnumarkaði. Þau fyrirtæki sem enn eru að burðast við að standa eðlilega að sínum málum lenda óhjákvæmilega í vandræðum." Á höfuðborgarsvæðinu starfa um það bil 15 til 20 þúsund manns í byggingariðnaði, þannig að ólöglegir útlendir verkamenn eru væntanlega meira en fimm prósent af öllum þeim sem starfa í þessum geira. "Maður hefur heyrt sögur um að þetta fólk sé geymt í lélegum húsum uppi á Kjalarnesi þar sem því er hrúgað upp við ömurlegar aðstæður," segir Guðmundur en vill þó taka fram að hann sjái ekkert athugavert við að "útlendingar komi hingað að vinna ef það er gert á eðlilegum forsendum og þeir njóti hér þeirra réttinda sem þeir sannarlega eiga rétt á. Hérna eru óprúttnir menn að nýta sér vesæld þessa fólks sem þeir flytja hingað og stinga síðan réttindum þess í eigin vasa. Þetta er ekkert annað en þjófnaður." "Hér er hópur atvinnurekenda sem gerir orðið út á þetta," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Viðbrögð stjórnvalda eru samt alveg hreint sorgleg. Þegar dregin eru fram dæmi um að verið sé að brjóta lög með mjög grófum hætti yppa menn bara öxlum og fara undan í flæmingi." Að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, er það ekki hlutverk ráðuneytisins að fylgjast með kjörum og kaupi á vinnumarkaði. Eftirlitshlutverkið er í höndum aðila vinnumarkaðarins og þeir verða síðan að reka öll slík mál fyrir félagsdómi.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira