Erlent

Borga ekki lausnargjald

Stjórnvöld á Ítalíu ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma viku. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að leitað verði diplómatískra leiða til að fá blaðakonuna lausa því ítalska ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að eiga í hvers konar viðskiptum við glæpamenn. Jóhannes páll páfi biðlaði til mannræningjanna í messu í morgun að láta Giuliönu lausa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×