Erlent

Pyntaður með rafmagni á Guantanamo

Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum 60 mínútur sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld. Maðurinn, Mamdouh Habib að nafni, var handtekinn í Pakistan árið 2001 í kjölfar hryðjuverkárásanna á Bandaríkin 11. september vegna grunsemda um tengsl hans við Al-Kaída samtökin. Þau hafa hins vegar aldrei verið sönnuð. Habib segist m.a. hafa verið pyntaður með rafmagni og haldið í einangrun upp á hvern einasta dag í rúmlega þrjú ár þar til honum var sleppt í síðasta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×