Handbolti

Guðjón Valur meiddur

Guðjón Valur er meiddur á rist
Guðjón Valur er meiddur á rist Mynd/Vilhelm

Óvíst er hvort landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach geti leikið með handboltalandsliðinu í tveimur æfingaleikjum gegn Tékkum um helgina.

Guðjón Valur á við meiðsli að stríða á rist og fer í segulómskoðun á morgun. Læknir skoðaði Guðjón Val í dag og var ákveðið að senda hann í frekari rannsókn. Guðjón Valur tók þátt í lyftingaæfingu landsliðsins í morgun.

Heimsmeistaramótið í Þýskalandi hefst eftir níu daga og það yrði gríðarlegt áfall fyrir landsliðið ef Guðjón Valur gæti ekki tekið þátt, en stórskyttan Einar Hólmgeirsson heltist úr lestinni á dögunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×