Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti.
