Innlent

Brasilískir fjölmiðlar: Grínarinn sem varð kókaínsmyglari

Umfjöllun um Ragnar.
Umfjöllun um Ragnar.

Brasilískir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á Ragnari Erling Hermannssyni en blaðið Diario De Pernambuco fjallar um feril Ragnars í raunveruleikaþættinu Strákarnir okkar. Í greininni er svo myndskeið úr þáttunum þar sem rætt er við Ragnar.

Í greininni segir að draumur Ragnars um að verða að raunveruleikastjörnu hafi endað í Cotel fangelsinu alræmda í Recifé í Brasilíu. Rætt er við fréttamann Stöðvar 2, Guðjón Helgason, í greininni. Hann segir í viðtalinu að Ragnar hafi ekki verið frægur hér á Íslandi - fyrr en hann var handtekinn með tæp sex kíló af kókaíni í Brasilíu.

Í greininni kemur einnig fram að kókaínið sem Ragnar var með undir höndum hafi verið frá Kólumbíu. Efnið hafi að auki verið mjög sterkt.

Hægt er að nálgast fréttina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×