Innlent

Bíltúr eftir ís borgaði sig upp

Ís varð að milljónum.
Ís varð að milljónum.

Það getur margborgað sig að bjóða börnunum sínum í ísbíltúr, eins og kona ein sem búsett er á Suðurlandi komst að um síðastliðna helgi.

Konan ákvað að bjóða dóttur sinni í bíltúr á laugardaginn, og á leið þeirra mæðgna í gegnum Vík ákváðu þær að skella sér í Víkurskálann til að fá sér ís. Þær skelltu sér á einn lottómiða í leiðinni, sem reyndist vera með allar tölurnar réttar.

Konan hafði því 17,8 milljóna vinning upp úr krafsinu. Einn annar var með allar tölurnar réttar. Sá er ungur námsmaður sem nýlega festi kaup á íbúð.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×