Góð fjárfesting Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í heimskreppunni miklu á fjórða áratug aldarinnar fylgdi mikið atvinnuleysi á Íslandi. Þeir sem höfðu fyrir fjölskyldu að sjá gengu fyrir þeirri vinnu sem bauðst. Unglingarnir mættu afgangi og atvinnuleysi þeirra á meðal varð nánast algjört. Mörgum stóð ógn af hugsanlegum afdrifum ungdómsins og ráðamenn voru hvattir til aðgerða. Í kjölfarið setti bæjarstjórnin í Reykjavík í tilraunaskyni upp í vinnuskóla sem var fyrsti vísir Vinnuskólans eins og við þekkjum hann. Hann var þá starfræktur í skíðaskála Ármanns fyrir pilta og gert var ráð fyrir að piltarnir fengu 15 krónur að námskeiði loknu. Á stríðsárunum var mikið vinnuframboð og unglingar tóku þátt í ýmsum störfum en við lok fimmta áratugarins hafði aftur sótt í gamla farið fyrir stríð. Árið 1951 varð vinnuskólinn formlega til. Borgarstjórn Reykjavíkur er stolt af því að nú, þegar líklegt er að færri störf standi unglingum til boða en áður, að allir unglingar í 8.-10. bekk fái starf í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að unglingar geti gengið að starfi vísu hjá Vinnuskólanum og það er fagnaðarefni að borgarstjórn hafi tryggt þennan valkost. Í vetur eru 4.500 nemendur skráðir í 8. -10. bekk grunnskóla í Reykjavík. Búist er við að 80-90% þeirra skrái sig í skólann sem er mun meira en 2008 en þá voru nemendur um 2.400. Það er því líklegt að unglingum í Vinnuskólanum fjölgi um tæplega 50% í sumar. Skráningu lýkur 24. maí. Verkefni nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur lúta að viðhaldi, snyrtingu og fegrun umhverfisins. Leitast er við að ala með unglingunum ýmsar dyggðir svo sem skyldurækni, ábyrgðartilfinningu, reglusemi, stundvísi og góða umgengni. Þessi markmið hafa ekki mikið breyst, unglingarnir fá þjálfun við verkleg störf og þeir taka þátt í fræðslu sem eykur víðsýni. Vinna nemenda er góð langtímafjárfesting. Það hefur gríðarlega sterkt forvarnargildi fyrir allt samfélagið að geta veitt unglingum uppeldis- og félagslegt skjól í Vinnuskólunum. Það er góð fjárfesting að skapa unglingum vinnu. Höfundur er formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar