Erlent

Norður-Kóreumenn undirbúa tilraunasprengingu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá hersýningu í Pyongyang.
Frá hersýningu í Pyongyang.

Norður-Kóreumenn virðast nú vera að búa sig undir að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni enda höfðu þeir hótað því eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi tilraunaeldflaugarskot þeirra í byrjun apríl og greip til hertra refsiaðgerða gegn landinu. Fréttastofa í Suður-Kóreu greindi frá því að orðið hefði vart við aukna starfsemi við kjarnorkutilraunastöð norðan megin þar sem kjarnorkusprengja var sprengd í tilraunaskyni árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×