Innlent

Nefbraut fórnarlambið óvart

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir líkamsárás og fyrir að valda manni líkamstjóni af gáleysi.

Maðurinn sló karlmann í andlitið á Ráðhústorgi þann 15. júní í fyrra með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Þá réðst hann að á konu aðfararnótt 14. desember síðastliðinn með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að hún hlaut 8 sentimetra skurð á höfði.

Maðurinn játaði að hafa ráðist á konuna, en neitaði að hafa ráðist með ásetningi á manninn. Sagðist hann fyrir dómi og hjá lögreglu hafa ætlað að heilsa hálfbróður sínum með því að rétta út höndina með krepptum hnefa, en hann hafi á sama tíma rekist á manninn sem hann nefbraut.

Þrátt fyrir að þrír menn hafi vitnað um að líkamsárásin hafi verið gerð af ásetningi taldi dómarinn það ekki sannað með fullu. Maðurinn var þvi dæmdur fyrir að hafa valdið manninum likamstjóni af gáleysi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×