Innlent

Fréttablaðið með yfirburðastöðu á markaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest lesna dagblaðið samvkæmt nýjustu tölum frá Capacent.
Fréttablaðið heldur stöðu sinni sem mest lesna dagblaðið samvkæmt nýjustu tölum frá Capacent.

Ný könnun Capacents Gallup á lestri tveggja stærstu dagblaðanna sýnir að Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni.

Niðurstöður könnunarinnar benda til að lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins minnkar töluvert á tímabilinu febrúar-apríl frá tímabilinu nóvember-janúar síðastliðnum. Lestur Fréttablaðsins dregst þó heldur minna saman en lestur Morgunblaðsins. Meðallestur Fréttablaðsins dregst saman um 1,8 en lestur Morgunblaðsins dregst saman um 2,6%.

Að meðal tali lásu 61,9% svarenda Fréttablaðið á tímabilinu febrúar til apríl en 63,7% á tímabilinu nóvember til janúar. Á tímabilinu febrúar - apríl lásu 40,1% Morgunblaðið en á tímabilinu nóvember til janúar lásu 42,7% blaðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×