Erlent

Jacob Zuma bar sigur úr býtum

Jacob Zuma Hlaut yfirburðakosningu á þjóðþingi landsins. fréttablaðið/AP
Jacob Zuma Hlaut yfirburðakosningu á þjóðþingi landsins. fréttablaðið/AP

Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, var í gær kjörinn forseti landsins af þjóðþinginu, sem samkvæmt stjórnarskrá velur forseta.

Afríska þjóðarráðið vann stórsigur í þingkosningum í síðasta mánuði.

Niðurstöðu forsetakjörsins í gær var ákaft fagnað á þinginu, en búist er við því að Zuma kynni nýja ríkisstjórn sína á sunnudag.

Zuma hefur lofað því að bæta stöðu almennings í landinu, sem hefur lítið skánað þau fimmtán ár sem liðin eru frá því hvíti minnihlutinn gafst upp á aðskilnaðarstefnu sinni. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×