Erfitt að yfirgefa ofbeldissambandið 7. maí 2009 03:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir Fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mikilvægt að hamra á því að heimilisofbeldi sé ekki eðlileg viðbrögð við atvinnumissi eða fjárhagsörðugleikum.Fréttablaðið/Pjetur Samfélagsmál Erlendum konum hefur fækkað mjög hjá Kvennaathvarfinu síðan í haust en á sama tíma hefur íslenskum konum fjölgað mjög mikið. Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Við vitum ekki af hverju það er,“ segir hún. „Eina skýringin sem okkur dettur í hug er sú að þær haldi sig frekar heima, því valmöguleikum hafi fækkað. Það er erfiðara með atvinnu og erfiðara að fóta sig eftir skilnað og því haldi þær sig inni á heimilunum.“ Sigþrúður segir að aðrar skýringar geti komið til, ótengdar atvinnuástandinu, en þeim hafi ekki dottið neinar aðrar skýringar í hug. Hún minnir á að konur sem koma utan EES-svæðisins geti fengið dvalarleyfi, þótt þær hafi verið giftar íslenskum mönnum í skamman tíma, ef þær skilja vegna ofbeldis. Hvað varðar auknar komur íslenskra kvenna telur Sigþrúður líklegt að almennt hafi þrengst um og þær hafi því í færri hús að venda en að leita til Kvennaathvarfsins. „En það er mikilvægt að eðlileg viðbrögð við atvinnumissi eða fjárhagsörðugleikum er ekki að beita maka sinn ofbeldi. Í eðlilegum samböndum, sem einkennast af virðingu, jafnrétti og ást, þá er það ekki líklegt. En við vitum líka að streita er mikill áhrifavaldur.“ Sigþrúður segist hafa áhyggjur af ástandinu og heyra frá konum að óseljanlegar eignir og ókljúfanlegar skuldir geri það að verkum að þær geti ekki skilið við ofbeldismenn og komist ekki út af heimilinu. Einnig hafi hún áhyggjur af atvinnumissi kvenna, þar sem einangrun ýti undir hættuna á ofbeldi. „Við myndum vilja sjá að framfærsla fjölskyldunnar væri á einhvern hátt tryggð þangað til skilnaður og eignaskipti væru gengin í gegn.“ Jafnframt segir Sigþrúður það mikilvægt einmitt núna að lögreglan hafi lagalega heimild til að fjarlægja ofbeldismann af heimili strax, þannig að konan þurfi ekki að fara að heiman með börnin. „Það er grundvallaratriði að konur þurfi ekki að fara að heiman, heldur að það sé friðarspillirinn á heimilinu sem sé færður í burtu,“ segir hún. svanborg@frettabladid.is Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Samfélagsmál Erlendum konum hefur fækkað mjög hjá Kvennaathvarfinu síðan í haust en á sama tíma hefur íslenskum konum fjölgað mjög mikið. Þetta segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Við vitum ekki af hverju það er,“ segir hún. „Eina skýringin sem okkur dettur í hug er sú að þær haldi sig frekar heima, því valmöguleikum hafi fækkað. Það er erfiðara með atvinnu og erfiðara að fóta sig eftir skilnað og því haldi þær sig inni á heimilunum.“ Sigþrúður segir að aðrar skýringar geti komið til, ótengdar atvinnuástandinu, en þeim hafi ekki dottið neinar aðrar skýringar í hug. Hún minnir á að konur sem koma utan EES-svæðisins geti fengið dvalarleyfi, þótt þær hafi verið giftar íslenskum mönnum í skamman tíma, ef þær skilja vegna ofbeldis. Hvað varðar auknar komur íslenskra kvenna telur Sigþrúður líklegt að almennt hafi þrengst um og þær hafi því í færri hús að venda en að leita til Kvennaathvarfsins. „En það er mikilvægt að eðlileg viðbrögð við atvinnumissi eða fjárhagsörðugleikum er ekki að beita maka sinn ofbeldi. Í eðlilegum samböndum, sem einkennast af virðingu, jafnrétti og ást, þá er það ekki líklegt. En við vitum líka að streita er mikill áhrifavaldur.“ Sigþrúður segist hafa áhyggjur af ástandinu og heyra frá konum að óseljanlegar eignir og ókljúfanlegar skuldir geri það að verkum að þær geti ekki skilið við ofbeldismenn og komist ekki út af heimilinu. Einnig hafi hún áhyggjur af atvinnumissi kvenna, þar sem einangrun ýti undir hættuna á ofbeldi. „Við myndum vilja sjá að framfærsla fjölskyldunnar væri á einhvern hátt tryggð þangað til skilnaður og eignaskipti væru gengin í gegn.“ Jafnframt segir Sigþrúður það mikilvægt einmitt núna að lögreglan hafi lagalega heimild til að fjarlægja ofbeldismann af heimili strax, þannig að konan þurfi ekki að fara að heiman með börnin. „Það er grundvallaratriði að konur þurfi ekki að fara að heiman, heldur að það sé friðarspillirinn á heimilinu sem sé færður í burtu,“ segir hún. svanborg@frettabladid.is
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira