Innlent

Draumalandið slær aðsóknarmet

Aðstandendur myndarinnar við frumsýningu hennar í Háskólabíói. Mynd/ Valgarður.
Aðstandendur myndarinnar við frumsýningu hennar í Háskólabíói. Mynd/ Valgarður.

Kvikmyndin Draumalandið eftir Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason er orðin aðsóknarmesta og tekjuhæsta heimildarmyndin frá upphafi mælinga á Íslandi. Alls hafa 13.359 manns og tekjur upp á rúmlega 13 milljónir eftir aðeins 28 daga í sýningu. Hún hefur því slegið við nýlegu meti Sólskinsdrengsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×