Samsung sér fram á hagnaðarhrun Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:28 Galaxy-snjallsímarnir eru meðal flaggskipa Samsung. Hvers kyns flögur og kubbar í snjallsíma hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum. Getty/SOPA Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku. Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Dvínandi eftirspurn og hörð samkeppni eru sagðar ástæður þess að tæknirisinn Samsung taldi sig tilneyddan til að senda frá sér afkomuviðvörun í gær. Í fyrsta sinn í tvö ár sér fyrirtækið fram á það að ársfjórðungshagnaður dragist saman. Samsung áætlar að hagnaður síðasta fjórðungs ársins 2018 sé næstum 30 prósentum minni en á sama tímabili árið áður. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn skilaði um 10,8 þúsund milljarða wona hagnaði, sem nemur um 1200 milljörðum króna, á umræddum ársfjórðungi. Er það töluvert undir væntingum greinenda, sem spáð höfðu hagnaði hjá Samsung upp á um 13,5 þúsund milljarða wona. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að búast megi við því að yfirstandandi ársfjórðungur verði einnig lakari en sama tímabil í fyrra. Dregið hafi úr eftirspurn eftir íhlutum í síma, eins og minnisflögum, sem hafa malað fyrirtækinu gull á undanförnum árum og orðið til þess að Samsung hefur skilað gríðarlegum hagnaði síðustu misseri. Þá bæti hörð samkeppni ekki úr skák, þá ekki síst frá kínverskum fjarskiptarisum. Að sama skapi hafi eftirspurn eftir Samsung-vörum í Kína, fjölmennasta ríki heims, dregist saman. Kveður þar við sama tón og í afkomuviðvörun sem einn helsti keppinautur Samsung, Apple, sendi frá sér á dögunum. Samsung segir af þesssum sökum að gera megi ráð fyrir því að tekjur félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi gætu dregist saman um allt að 11 prósent. Samsung er með um 20 prósent farsímamarkaðarins í heiminum en Huawei, kínverska fjarskiptafyrirtækið, er farið að anda duglega ofan í hálsmálið á þeim suður-kóresku.
Samsung Tengdar fréttir Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04 Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Aðdáendur Apple ráða sér vart af kæti. 11. desember 2018 10:04
Stálu tækni frá Samsung Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. 1. desember 2018 09:30