Enn lækkanir í Kauphöll 29. október 2004 00:01 Hlutabréfaverð í Kauphöll Íslands hélt áfram að lækka í gær. Nú hefur Úrvalsvísitalan lækkað átta daga í röð og á síðustu fimm dögum hefur gildi hennar fallið um 11,94 prósent. Þetta er langmesta lækkun sem orðið hefur á einni viku frá því byrjað var að reikna vísitöluna í ársbyrjun árið 1993. Fram eftir degi í gær leit út fyrir að lækkunin yrði ennþá meiri og lengi vel stefndi í metlækkun. Í lok dags snérist þróunin hins vegar við og fyrirtæki sem höfðu hríðfallið í verðgildi náðu sér aftur á strik. Á síðustu viku hefur markaðsverð fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni lækkað verulega. Síðasta föstudag var heildarverðmæti fyrirtækjanna fimmtán 1.011,7 milljarðar en er nú 890,5. Verðmæti fyrirtækjanna hefur því lækkað um 121 milljarð á fimm dögum. Þrátt fyrir lækkanir síðustu daga er ávöxtunin framúrskarandi á síðustu tólf mánuðum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um sextíu prósent frá áramótum og um 75 prósent frá því fyrir tólf mánuðum síðan. Kauptækifæri að myndast? Greiningardeildir bankanna hafa undanfarið varað við of háu hlutabréfaverði. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að miðað við hefðbundnar greiningar sé aðeins eitt fyrirtæki á markaði sem hafi jákvæðar ávöxtunarhorfur á næsta ári þrátt fyrir verðlækkanir. Hún er þó á þeirri skoðun að ekki sé ástæða til að óttast hrun á hlutabréfamarkaði. "Það er engin hætta lengur varðandi verðbólu. Verðið er hátt en við erum ekki að tala um neina bólu," segir hún. Atli B. Guðmundsson hjá Íslandsbanka segir að eftir verðlækkanir síðustu viku sé verðlagning fyrirtækja komin nær því sem greiningardeildin telur eðlilegt. "Það er góður gangur í rekstri fyrirtækjanna og rekstrarumhverfið hefur ekki breyst til hins verra," segir hann. Hann telur ennfremur að líklegt sé að markaðurinn verði áfram sveiflukenndur og segir það til marks um heilbrigði markaðarins. "Það eru mikil skoðanaskipti á markaðinum," segir hann. Davíð Rúdólfsson hjá KB banka er einnig á þeirri skoðun að eftir verðlækkanir síðustu daga kunni að leynast kauptækifæri. "Það eru félög í dag sem eru ágætlega verðlögð á markaði að okkar mati og jafnvel kauptækifæri í einhverjum þeirra enda hafa þessi félög fylgt markaðinum niður á við. Það eru þá helst rekstrarfélög þar sem þróun á verðbréfum hefur ekki mikil áhrif á afkomu," segir hann. Ýmsir þættir stuðla að lækkun Sérfræðingar á markaði telja að ýmsir þættir hafi valdið því að lækkunin hafi orðið snörp í síðustu viku. Nefnt er sérstaklega að fyrirhuguð hlutafjárútboð ýmissa fyrirtækja hafi gefið fjárfestum ástæðu til að losa um fjármagn til þess að eiga fyrir nýjum bréfum. Þá er líklegt að margir séu mjög ánægðir með ávöxtun síðustu missera og hafi fyrir löngu gert upp við sig að selja sig út úr íslenskum hlutabréfum þegar fyrstu merki um bresti kæmu í ljós. Þetta hefur valdið söluþrýstingi síðustu daga. Þegar hlutabréf hafa hækkað jafnskarpt og raunin hefur verið síðustu mánuði getur myndast uppsöfnuð spenna og því getur lækkunarhrina orðið mjög snörp eins og nú hefur gerst. Þetta getur haft í för með sér mikið tap fyrir þá sem hafa keypt hlutabréf á háu verði skömmu fyrir leiðréttinguna. Sérfræðingar í bönkunum telja að ekki sé eins mikið um skuldsett kaup á hlutabréfum nú eins og í síðustu uppsveiflu. Útlánaþensla hefur þó verið nokkur, sérstaklega með tilkomu 4,2 prósenta húsnæðislánanna. Nokkur dæmi eru um að menn hafi skuldsett sig á síðustu vikum og tekið stöður á hlutabréfamarkaði. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Hlutabréfaverð í Kauphöll Íslands hélt áfram að lækka í gær. Nú hefur Úrvalsvísitalan lækkað átta daga í röð og á síðustu fimm dögum hefur gildi hennar fallið um 11,94 prósent. Þetta er langmesta lækkun sem orðið hefur á einni viku frá því byrjað var að reikna vísitöluna í ársbyrjun árið 1993. Fram eftir degi í gær leit út fyrir að lækkunin yrði ennþá meiri og lengi vel stefndi í metlækkun. Í lok dags snérist þróunin hins vegar við og fyrirtæki sem höfðu hríðfallið í verðgildi náðu sér aftur á strik. Á síðustu viku hefur markaðsverð fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni lækkað verulega. Síðasta föstudag var heildarverðmæti fyrirtækjanna fimmtán 1.011,7 milljarðar en er nú 890,5. Verðmæti fyrirtækjanna hefur því lækkað um 121 milljarð á fimm dögum. Þrátt fyrir lækkanir síðustu daga er ávöxtunin framúrskarandi á síðustu tólf mánuðum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um sextíu prósent frá áramótum og um 75 prósent frá því fyrir tólf mánuðum síðan. Kauptækifæri að myndast? Greiningardeildir bankanna hafa undanfarið varað við of háu hlutabréfaverði. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir að miðað við hefðbundnar greiningar sé aðeins eitt fyrirtæki á markaði sem hafi jákvæðar ávöxtunarhorfur á næsta ári þrátt fyrir verðlækkanir. Hún er þó á þeirri skoðun að ekki sé ástæða til að óttast hrun á hlutabréfamarkaði. "Það er engin hætta lengur varðandi verðbólu. Verðið er hátt en við erum ekki að tala um neina bólu," segir hún. Atli B. Guðmundsson hjá Íslandsbanka segir að eftir verðlækkanir síðustu viku sé verðlagning fyrirtækja komin nær því sem greiningardeildin telur eðlilegt. "Það er góður gangur í rekstri fyrirtækjanna og rekstrarumhverfið hefur ekki breyst til hins verra," segir hann. Hann telur ennfremur að líklegt sé að markaðurinn verði áfram sveiflukenndur og segir það til marks um heilbrigði markaðarins. "Það eru mikil skoðanaskipti á markaðinum," segir hann. Davíð Rúdólfsson hjá KB banka er einnig á þeirri skoðun að eftir verðlækkanir síðustu daga kunni að leynast kauptækifæri. "Það eru félög í dag sem eru ágætlega verðlögð á markaði að okkar mati og jafnvel kauptækifæri í einhverjum þeirra enda hafa þessi félög fylgt markaðinum niður á við. Það eru þá helst rekstrarfélög þar sem þróun á verðbréfum hefur ekki mikil áhrif á afkomu," segir hann. Ýmsir þættir stuðla að lækkun Sérfræðingar á markaði telja að ýmsir þættir hafi valdið því að lækkunin hafi orðið snörp í síðustu viku. Nefnt er sérstaklega að fyrirhuguð hlutafjárútboð ýmissa fyrirtækja hafi gefið fjárfestum ástæðu til að losa um fjármagn til þess að eiga fyrir nýjum bréfum. Þá er líklegt að margir séu mjög ánægðir með ávöxtun síðustu missera og hafi fyrir löngu gert upp við sig að selja sig út úr íslenskum hlutabréfum þegar fyrstu merki um bresti kæmu í ljós. Þetta hefur valdið söluþrýstingi síðustu daga. Þegar hlutabréf hafa hækkað jafnskarpt og raunin hefur verið síðustu mánuði getur myndast uppsöfnuð spenna og því getur lækkunarhrina orðið mjög snörp eins og nú hefur gerst. Þetta getur haft í för með sér mikið tap fyrir þá sem hafa keypt hlutabréf á háu verði skömmu fyrir leiðréttinguna. Sérfræðingar í bönkunum telja að ekki sé eins mikið um skuldsett kaup á hlutabréfum nú eins og í síðustu uppsveiflu. Útlánaþensla hefur þó verið nokkur, sérstaklega með tilkomu 4,2 prósenta húsnæðislánanna. Nokkur dæmi eru um að menn hafi skuldsett sig á síðustu vikum og tekið stöður á hlutabréfamarkaði.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent