Viðskipti erlent

Búist við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, formaður stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, formaður stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna. MYND/Getty

Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum í landinu óbreyttum á morgun. Vextirnir eru 5,25 prósent og á morgun er vaxtaávkörðunardagur. Fjármálaspekúlantar eru flestir á því að þrátt fyrir ótta um vaxandi verðbólgu muni bankinn halda að sér höndum í þetta skiptið en ekki er loku fyrir það skotið að vestirnir verði hækkaðir enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi.

Því bíða menn spenntir eftir að heyra rökstuðning stjórnar bankans á morgun í von um að geta lesið út úr honum vísbendingar um næstu misseri.

Seðlabankar heimsins hafa flestir verið að hækka stýrivexti sína undanfarið til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu en hagvöxtur í Bandaríkjunum er talinn valda því að landið verði seinna á ferðinni en samkeppnislöndin í Asíu og Evrópu með vaxtahækkanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×