Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:57 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira