Handbolti

Lemgo lá heima

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir komst ekki á blað í dag.
Vignir komst ekki á blað í dag.

Íslendingaliðið Lemgo er í vondum málum í EHF-keppninni eftir þriggja marka tap á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica.

Leikurinn fór 27-30 en jafnt var í hálfleik, 13-13.

Hvorki Vignir Svavarsson né Logi Geirsson komust á blað hjá Lemgo í leiknum.

Það er verk að vinna hjá Lemgo í síðari leiknum ætli liðið sér að komast í átta liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×