Erlent

Stefnir NBC vegna uppkasta

Karlmaður í Cleveland í Ohio hefur stefnt sjónvarpsstöðinni NBC vegna atriðis í veruleikaþættinum Mörk óttans sem m.a. er sýndur á Stöð tvö. Þátttakendur þurfa að láta ýmislegt yfir sig ganga og leggja sér margt til munns. Í nýlegum þætti þurftu þeir m.a. að éta dauðar rottur og segir maðurinn atriði hafa valdið þvílíkum viðbjóði á heimili sínu að allir heimilismenn hafi kastað upp. Hann vill fá tvær og hálfa milljón dollara í skaðabætur eða tæpar hundrað og sextíu milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×