Erlent

Lögreglustjóri sakar IRA um rán

Írski lýðveldisherinn, IRA, stóð fyrir bíræfnu bankaráni á Norður-Írlandi í síðasta mánuði. Þessu heldur Hugh Orde, lögreglustjóri á Norður-Írlandi, fram. Gert er ráð fyrir því að orð hans valdi uppnámi í stjórnmálum á svæðinu og geti enn á ný orðið til þess að friðarviðræður þar fari út um þúfur. Bankaræningjarnir héldu meðal annars ættingjum bankastarfsmanna í gíslingu til að tryggja samvinnu þeirra í ráninu en alls tókst þeim að ræna tuttugu og tveimur milljónum punda. Það jafngildir tveimur komma sex milljörðum króna. Formælendur mótmælenda brugðust þegar í stað við orðum lögreglustjórans og sögðu þetta sanna svo að ekki yrði um villst að IRA væri ekkert annað en glæpasamtök sem störfuðu enn af fullum krafti þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×