Bezos ætlar að leggja milljarða í baráttuna gegn loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 23:18 Bezos ætti ekki að muna um að leggja sitt af mörkum enda er hann talinn ríkasti maður heims með eignir sem eru metnar á tugi þúsunda milljarða króna. Vísir/EPA Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020 Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski milljarðamæringurinn og stofnandi tæknirisans Amazons, ætlar að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til á annað þúsund milljarða íslenskra króna á næstu árum. Bezos segir loftslagsbreytingar stærstu ógnina sem steðjar að jörðinni. Tilkynnt var um stofnun Bezos Jarðarsjóðsins í gær og sagðist Bezos þá ætla að leggja tíu milljarða dollara, jafnvirði tæpra 1.300 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn. Sjóðurinn á að styrkja einstaklinga og samtök um allan heim og verður byrjað að úthluta úr honum í sumar. Bezos er talinn ríkasti maður jarðar og eru auðæfi hans metin á um 130 milljarða dollara, jafnvirði um 16.600 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar námu tekjur íslenska ríkisins tæpum 882 milljörðum króna árið 2018 samkvæmt tölum Hagstofunnar. „Loftslagsbreytingar eru stærsta ógnin við plánetuna okkar. Ég vil vinna með öðrum bæði til að halda á lofti þekktum leiðum og að kanna nýjar leiðir til að berjast gegn hræðilegum afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir þessa plánetu sem við deilum öll,“ sagði Bezos í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tíðindin af sjóðnum koma á sama tíma og hópur starfsmanna Amazon hefur mótmælt athafnaleysi fyrirtækisins í loftslagsmálum. Fyrirtækið er stórlosandi gróðurhúsaloftegundanna sem valda hnattrænni hlýnun með umsvifamiklum vöruflutningum og orkufreku tölvuskýi sem það rekur, að sögn Washington Post sem er sömuleiðis í eigu Bezos. Loftslagssamtök starfsmanna Amazon fögnuðu ákvörðun Bezos um að stofna loftslagssjóðinn en settu á sama tíma spurningamerki við að fyrirtækið héldi áfram að gera olíu- og gasfyrirtækjum kleift að dæla upp meira af jarðefnaeldsneyti. Amazon CEO Jeff Bezos announces he will commit $10 billion to fund scientists, activists, nonprofits and other groups fighting to protect the environment and counter the effects of climate change https://t.co/gtQ3VNHIi5 pic.twitter.com/MBElH4cUPi— Reuters (@Reuters) February 18, 2020
Amazon Loftslagsmál Tengdar fréttir Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30 Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Jeff Bezos kaupir dýrasta húsið í Los Angeles Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, hefur fest kaup á dýrustu eign Los Angeles borgar. 14. febrúar 2020 14:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent