Fórnarlamb „swatting“ brast í grát Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2015 15:00 John Peters var ekki ánægður með að lögreglumenn voru plataðir til að gera árás á heimili fjölskyldu hans. Vísir/Getty Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube. Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Vopnaðir lögreglumenn gerðu árás á heimili manns í Bandaríkjunum sem er þekktur fyrir að spila leikinn Runescape og birta myndbönd af því á Youtube. Einhver hafði sigað lögreglunni á hann en sambærileg atvik hafa færst í aukana á síðustu árum. Athæfið er kallað „Swatting“ þar sem sérsveit lögreglunnar er skipað að fara á heimili viðkomandi einstaklings eftir að þeim berst tilkynning um að sá haldi gíslum eða sé vopnaður. Samkvæmt vef Polygon liggur hvorki fyrir hver sigaði lögreglunni á Johua Peters eða af hverju. „Mér er skítsama hvað þú hefur á móti mér á internetinu,“ segir Peters í myndbandi sem hann birti á Youtube eftir atvikið. „Ekki blanda fjölskyldu minni inn í það á nokkurn hátt. Þau eiga það ekki skilið.“Enn sem komið er hefur enginn slasast vegna þessara gabba. Þrátt fyrir það hefur þetta haft mikil áhrif á þá sem verða fyrir því. Þeir sem hringja slík símtöl í Bandaríkjunum geta átt yfir höfði sér háa sekt og allt að fimm ára fangelsi. Hér að neðan má sjá nokkur slík atvik, sem jafnvel voru í beinni útsendingu á Youtube.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira