Stríð út af Wikileaks í netheimum 10. desember 2010 04:00 Í Pakistan var í gær efnt til mótmæla þar sem fáni Bandaríkjanna var brenndur til stuðnings Wikileaks og Julian Assange. nordicphotos/AFP Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wikileaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn. Hópur netþrjóta sem nefnir sig Anonymous hefur jafnt og þétt hert árásir sínar á fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem hafa gagnrýnt, unnið gegn eða lokað á þjónustu Wikileaks. Meðal annars hafa síður kortafyrirtækjanna Visa og Mastercard legið niðri vegna árásanna og vefur saksóknaraembættis í Svíþjóð, sem krefst framsal Julians Assange frá Bretlandi, lá einnig niðri um hríð. Þá varð Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og einn helsti forsprakki teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum, fyrir árás nafnlausu netþrjótanna, sem lokuðu vefsíðu hennar eftir að hún hafði gagnrýnt Assange. Sjálf brást hún ókvæða við: „Þetta er það sem gerist þegar þú notar fyrsta viðaukann og talar gegn þessum sjúklegu, óamerísku njósnatilburðum hans.“ Árásir voru einnig gerðar á samskiptasíðuna Twitter eftir að lokað var á Wikileaks, en samskiptasíðan Facebook úthýsti hins vegar netþrjótunum og lokaði síðu þeirra. Netþrjótarnir segjast vera fjölmargir og nefna aðgerðir sínar Operation Payback, eins konar endurgjald fyrir þá framkomu sem Wikileaks hefur orðið fyrir. Stuðningsfólk Wikileaks hefur fullyrt að þrýstingur og jafnvel hótanir frá Bandaríkjastjórn liggi að baki aðgerðum fyrirtækjanna gegn Wikileaks. Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær sagðist Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hafa verulegar áhyggjur af fregnum um að kortafyrirtæki hefðu látið undan þrýstingi og hætt að taka við greiðslum til Wikileaks. Greiðslumiðlunarsíðan PayPal viðurkenndi í gær að hafa hætt að þjónusta Wikileaks vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir að bréf barst frá Bandaríkjastjórn, þar sem fullyrt var að starfsemi Wikileaks bryti í bága við bandarísk lög. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna neitaði því hins vegar að slíkt bréf hafi verið skrifað. Þá dró talsmaður PayPal í land og sagði starfsfólk PayPal hafa tekið ákvörðunina með hliðsjón af almennri afstöðu Bandaríkjastjórnar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Greiðslumiðlunarsíðan Paypal lét í gær undan árásum frá netþrjótum og losaði um fé sem komið var inn á reikning Wikileaks. Ekki verður þó hægt að greiða meira inn á reikninginn. Hópur netþrjóta sem nefnir sig Anonymous hefur jafnt og þétt hert árásir sínar á fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem hafa gagnrýnt, unnið gegn eða lokað á þjónustu Wikileaks. Meðal annars hafa síður kortafyrirtækjanna Visa og Mastercard legið niðri vegna árásanna og vefur saksóknaraembættis í Svíþjóð, sem krefst framsal Julians Assange frá Bretlandi, lá einnig niðri um hríð. Þá varð Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og einn helsti forsprakki teboðshreyfingarinnar í Bandaríkjunum, fyrir árás nafnlausu netþrjótanna, sem lokuðu vefsíðu hennar eftir að hún hafði gagnrýnt Assange. Sjálf brást hún ókvæða við: „Þetta er það sem gerist þegar þú notar fyrsta viðaukann og talar gegn þessum sjúklegu, óamerísku njósnatilburðum hans.“ Árásir voru einnig gerðar á samskiptasíðuna Twitter eftir að lokað var á Wikileaks, en samskiptasíðan Facebook úthýsti hins vegar netþrjótunum og lokaði síðu þeirra. Netþrjótarnir segjast vera fjölmargir og nefna aðgerðir sínar Operation Payback, eins konar endurgjald fyrir þá framkomu sem Wikileaks hefur orðið fyrir. Stuðningsfólk Wikileaks hefur fullyrt að þrýstingur og jafnvel hótanir frá Bandaríkjastjórn liggi að baki aðgerðum fyrirtækjanna gegn Wikileaks. Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær sagðist Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hafa verulegar áhyggjur af fregnum um að kortafyrirtæki hefðu látið undan þrýstingi og hætt að taka við greiðslum til Wikileaks. Greiðslumiðlunarsíðan PayPal viðurkenndi í gær að hafa hætt að þjónusta Wikileaks vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir að bréf barst frá Bandaríkjastjórn, þar sem fullyrt var að starfsemi Wikileaks bryti í bága við bandarísk lög. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna neitaði því hins vegar að slíkt bréf hafi verið skrifað. Þá dró talsmaður PayPal í land og sagði starfsfólk PayPal hafa tekið ákvörðunina með hliðsjón af almennri afstöðu Bandaríkjastjórnar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira