Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr 10. desember 2010 12:02 Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans." Icesave Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans."
Icesave Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira