Viðskipti innlent

Tollstjóri sýknaður í máli gegn Skakkaturni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skakkiturn ehf. tapaði málinu gegn Tollstjóranum.
Skakkiturn ehf. tapaði málinu gegn Tollstjóranum.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Tollstjóra um oftöku á gjöldum vegna tollaflokkunar á iPod nano.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Skakkiturn ehf, á og rekur Apple VAD á Íslandi í upboði Apple Computer Inc. í Bandaríkjunum, en fyrirtækið kærði Tollstjórann vegna ólögmætra tollaflokkunar á Ipod Nano spilarnum en um tíma var tækið skilgreint sem útvarpstæki.

Árið 2011 var því breytt og lækkaði tækið því um þriðjung í verði.

Fyrirtækið fór fram á greiðslu upp á hálfa milljón auk vaxta vegna rangrar tollaflokkunar á tækinu en nú hefur Héraðsdómur sýknað Tollstjóra í málinu.

Skakkiturn hefur einnig krafist þess að fá endurgreitt vegna tollaflokkunar á Ipod touch en það mál er enn fyrir dómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×