Iceland Travel stefnir á markað á næstu árum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fyrirtæki sem þjónusta ferðamenn leita nú leiða til að sameinast og hagræða til þess að mæta sterkari krónu og aukinni samkeppni. vísir/pjetur Til stendur að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum, að sögn Þóris Garðarssonar, eins eigenda Gray Line. Hann segir jákvætt ef Íslendingar og hérlendir fagfjárfestar fá tækifæri til þess að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til bóta. Tilkynnt var um sameiningu félaganna tveggja í síðustu viku. Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group, en starfsemi hins félagsins, Allrahanda GL, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, felst einkum í skipulögðum dagsferðum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð ýmsum fyrirvörum, svo sem samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Samanlögð velta félaganna tveggja var um fimmtán milljarðar króna í fyrra og er búist við að hún verði um átján milljarðar í ár. Þórir segir félagið þurfa að ná um tuttugu milljarða veltu til þess að eiga erindi á hlutabréfamarkað. „Markmiðið er að félagið fari á markað fyrir lok árs 2021,“ segir hann í samtali við blaðið.Þórir Garðarsson, einn eigenda Gray Line á ÍslandiLítið hefur verið um nýskráningar á aðalmarkað Kauphallar Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra var einungis eitt nýtt félag skráð, Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú félög skráð, en það voru fasteignafélögin Reitir og Eik og fjarskiptafélagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt félag komi inn á hlutabréfamarkaðinn í ár, leigufélagið Heimavellir, en skráning félagsins er fyrirhuguð á síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt að skráningu Almenna leigufélagsins innan fáeinna ára. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að auk Heimavalla væru þrjú félög að skoða skráningu á markað. Aðeins eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, er skráð í Kauphöllina en þó ber að hafa í huga að mörg Kauphallarfélög, til dæmis Hagar, N1, Skeljungur, þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þórir segir samkeppnina mikla á markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf að stækka og það er orðið algengara að erlend fyrirtæki komi hingað til lands. Ferðaþjónusta er landamæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“ segir hann. Sameinað félag sé betur í stakk búið til þess að takast á við harðnandi alþjóðlega samkeppni og markaðssetja Ísland á erlendum mörkuðum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að í ljósi mikillar samkeppni sé afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að ferðaþjónustufyrirtæki leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Greinendur hafa tekið undir þetta og lagt áherslu á mikilvægi þess að fyrirtækin búi til stærri og hagkvæmari rekstrareiningar til þess að bæta megi arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu. Þórir segir ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi fremur lítil. Það vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag af því að laða ferðamenn til landsins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á markaðinum horfi á næstu árum í meira mæli til sameiningar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Til stendur að skrá sameinað félag Iceland Travel og Gray Line á hlutabréfamarkað á næstu árum, að sögn Þóris Garðarssonar, eins eigenda Gray Line. Hann segir jákvætt ef Íslendingar og hérlendir fagfjárfestar fá tækifæri til þess að fjárfesta í ferðaþjónustufyrirtæki. Dreifðara eignarhald í ferðaþjónustu sé til bóta. Tilkynnt var um sameiningu félaganna tveggja í síðustu viku. Iceland Travel er ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group, en starfsemi hins félagsins, Allrahanda GL, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, felst einkum í skipulögðum dagsferðum og afþreyingu fyrir ferðamenn. Viðskiptin eru háð ýmsum fyrirvörum, svo sem samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Samanlögð velta félaganna tveggja var um fimmtán milljarðar króna í fyrra og er búist við að hún verði um átján milljarðar í ár. Þórir segir félagið þurfa að ná um tuttugu milljarða veltu til þess að eiga erindi á hlutabréfamarkað. „Markmiðið er að félagið fari á markað fyrir lok árs 2021,“ segir hann í samtali við blaðið.Þórir Garðarsson, einn eigenda Gray Line á ÍslandiLítið hefur verið um nýskráningar á aðalmarkað Kauphallar Íslands undanfarin tvö ár. Í fyrra var einungis eitt nýtt félag skráð, Skeljungur, og árið 2015 voru þrjú félög skráð, en það voru fasteignafélögin Reitir og Eik og fjarskiptafélagið Síminn. Útlit er fyrir að eitt félag komi inn á hlutabréfamarkaðinn í ár, leigufélagið Heimavellir, en skráning félagsins er fyrirhuguð á síðasta fjórðungi ársins. Þá er stefnt að skráningu Almenna leigufélagsins innan fáeinna ára. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið fyrr í sumar að auk Heimavalla væru þrjú félög að skoða skráningu á markað. Aðeins eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, er skráð í Kauphöllina en þó ber að hafa í huga að mörg Kauphallarfélög, til dæmis Hagar, N1, Skeljungur, þjónusta ferðamenn með einum eða öðrum hætti. Þórir segir samkeppnina mikla á markaðinum. „Fyrirtæki eru alltaf að stækka og það er orðið algengara að erlend fyrirtæki komi hingað til lands. Ferðaþjónusta er landamæralaus viðskipti og það er ekkert náttúrulögmál að ferðamenn velji Ísland fram yfir aðra áfangastaði,“ segir hann. Sameinað félag sé betur í stakk búið til þess að takast á við harðnandi alþjóðlega samkeppni og markaðssetja Ísland á erlendum mörkuðum. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að í ljósi mikillar samkeppni sé afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að ferðaþjónustufyrirtæki leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Greinendur hafa tekið undir þetta og lagt áherslu á mikilvægi þess að fyrirtækin búi til stærri og hagkvæmari rekstrareiningar til þess að bæta megi arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu. Þórir segir ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi fremur lítil. Það vanti stærri fyrirtæki sem hafi hag af því að laða ferðamenn til landsins. Líklegt sé að önnur fyrirtæki á markaðinum horfi á næstu árum í meira mæli til sameiningar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira