Tomsick fékk betri samning á Króknum en í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 14:13 Nikolas Tomsick var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50
Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00
Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00