Húsbílafólk fær athvarf á eigin stað í Gufunesi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 07:00 Skemmtigarðurinn stefnir að uppbyggingu í ferðaþjónustu. vísir/Hanna Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var opnað í Skemmtigarðinum í Grafarvogi Camper Resort, nýtt sérhæft húsbíla-, hjólhýsa- og fellihýsastæði í Reykjavík. Fregnir hafa verið af því að ferðamenn, sem taka húsbíla á leigu hér á landi, lendi í vandræðum vegna lítils framboðs af stæðum. Framkvæmdastjóri Happy Campers, Sverrir Þorsteinsson, segist gleðjast ógurlega yfir nýja stæðinu. „Við munum bjóða upp á góða aðstöðu fyrir allar stærðir húsbíla þar sem aðstöðu fyrir þá vantar í Reykjavík, enda hefur orðið mikil fjölgun í leigu á húsbílum undanfarin ár. Gisting af þessu tagi er vinsæl við skemmtigarða erlendis,“ segir Eyþór Guðjónsson, eigandi Skemmtigarðarins. Ekki stendur til að bjóða upp á hefðbundin tjaldstæði heldur einungis gistingu fyrir ferðamenn á húsbílum, felli- og hjólhýsum. Eyþór segir Skemmtigarðinn stefna að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu á svæðinu. Camper Resort sé fyrsta skrefið í þá átt enda henti staðsetningin ákaflega vel til þess háttar starfsemi. Sverrir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Happy Campers, sem leigja út sérútbúna „campers“ sem hægt er að sofa og elda í, fagnar þessari nýjung á höfuðborgarsvæðinu. „Annars vegar vegna þess að tjaldstæðin sem eru á Reykjavíkursvæðinu eru mjög fá og ekki gerð fyrir þessa bíla og skipulagið og annað hefur verið þannig að þau hafa verið fljót að fyllast. Einnig vegna þess að þeim hefur verið lokað allt of snemma,“ segir Sverrir. Hingað til hefur það tíðkast að tjaldstæðum sé lokað 15. september bendir Sverrir á. „Og hvað eiga viðskiptavinir að gera þá? Sérstaklega núna þegar ný lög eru að taka gildi sem banna svona bílum og fólki að vera annars staðar en á skilgreindum tjaldsvæðum, þá verður að leysa þau mál.“ Sverrir segir að þörf sé á slíkum stæðum fyrir allar stærðir húsbíla um allt land. „Það er eitthvað sem mun koma klárlega með tímanum. Við höfum verið að berjast fyrir því að fá þannig tjaldstæði og einnig fyrir því að tjaldstæðin séu opin allt árið af því að þessir viðskiptavinir eru allt árið,“ segir Sverrir Þorsteinsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira