Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2016 07:00 Eysteinn Sigurðsson hefur rekið Sunnubúð í sjö ár, en verslunin verður 65 ára í vor. vísir/valli Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira
Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Sjá meira