Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2016 07:00 Eysteinn Sigurðsson hefur rekið Sunnubúð í sjö ár, en verslunin verður 65 ára í vor. vísir/valli Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent