Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2020 12:00 Það kannast margir við að finna til syfju á löngum fundum eða fundum sem fólki finnst leiðinlegt á. Vísir/Getty Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Sjá meira
Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Sjá meira
Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00