Viðskipti erlent

Fjögur dótturfélög Norwegian í þrot

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Norska flugfélagið Norwegian óskaði eftir því í dag að fjögur dótturfélög fyrirtækisins yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. 

Um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. 

Norwegian hefur rambað á barmi gjaldþrots að undanförnu og kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt vera. Virði hlutabréfa í félaginu hefur fallið um áttatíu prósent frá því faraldurinn braust út.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×