Er Vinnslustöðin verst rekna fyrirtækið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar