Samdráttur í Þýskalandi óhjákvæmilegur Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 10:31 Forsvarsmenn fyrirtækja í Þýskalandi eru svartsýnir þessa dagana. EPA/FOCKE STRANGMANN Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagkerfi Þýskalands, stærsta hagkerfi Evrópu, gæti dregist saman um allt að 5,4 prósent á þessu ári. Það er þó versta sviðsmynd ráðs hagfræðinga, sem ráðleggja ríkisstjórn landsins. Ráðið segir samdrátt þó óhjákvæmilegan. Ráðið spáir því að samdráttur verði um 2,8 prósent á árinu en þó gæti landsframleiðsla aukist um 3,7 prósent á næsta ári. Spár ráðsins eru mismunandi eftir því hve lengi ástandið vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar munu vara. Verstu spárnar velta á því að aðgerðir vegna faraldursins verði í gildi fram yfir sumar og þannig fái landsframleiðsla ekki rúm til að jafna sig. Í frétt Spiegel er haft eftir formanni ráðsins að erfitt sé að spá um framtíðina vegna þess hve flókið ástandið sé. Óvissa sé ríkjandi. Hins vegar væri nauðsynlegt að verja heilsu fólks og því fyrr sem hægt væri að sigrast á veirunni, því betra fyrir efnahag Þýskalands. Þá hrósaði Feld ríkisstjórinni fyrir þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að aðgerðir vegna faraldursins eins og samkomubönn og lokanir, verði ekki felldar niður fyrr en í fyrsta lagi þann 20. apríl. Samkvæmt frétt Reuters segja forsvarsmenn eins af hverjum fimm fyrirtækjum Þýskalands að hætta sé á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota vegna faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira