Sportið í dag: „Fóru fram úr sér og hentu fram hlutum sem voru hvorki þeim né félaginu til framdráttar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 19:00 Finnur Freyr hefur starfað fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira