Sportið í dag: „Fóru fram úr sér og hentu fram hlutum sem voru hvorki þeim né félaginu til framdráttar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 19:00 Finnur Freyr hefur starfað fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku og margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfuboltanum á Íslandi, segir að Hamar hafi farið fram úr sér í umræðunni um ákvörðun KKÍ að blása körfuboltann af og láta einungis eitt lið fara upp úr 1. deildinni. Hamarsmenn hafa lýst yfir mikilli óánægju með ákvörðun KKÍ að senda einungis eitt lið upp úr 1. deildinni og hafa komið fram í viðtölum. Finnur Freyr var gestur í Sportinu í dag þar sem þetta var meðal annars eitt af umræðuefnum þáttarins. „Hamarsmenn eiga allan rétt á því að vera brjálaðir og ósáttir. Mér fannst góð yfirlýsingin sem þeir komu út m eð. Á sama tíma fannst mér menn fara offorsi í viðtölum og öðru slíku. Að henda fram hlutum sem var hvorki þeim né félaginu til framdráttar,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Einu staðreyndarnar sem voru eftir þessar 21 umferð sem var búið að spila í Dominos-deild karla og allar nánast í hinum deildunum var að Valur var orðið deildarmeistari í Dominos-deild kvenna og Fjölnir var fallið í Dominos-deild karla. Grindavík var ekki fallið í kvenna og Stjarnan ekki orðið meistari í karla.“ Hann segir að þetta hafi verið ansi erfið ákvörðun hjá KKÍ og þeir hafi reynt að finna sem bestu lausnina í þessu máli. „Ég veit ekkert hvað gerðist. Ég starfa fyrir sambandið og hef verið að þjálfa þar í ansi mörg eins og margir í hreyfingunni. Mig grunar að það hafi verið erfitt að krýna Val deildarmeistara en ekki Stjörnuna karlamegin. Ég held að það hafi verið erfitt að fella Fjölni karlamegin en ekki Grindavík kvennamegin.“ „Ég held að menn hafi farið á stað þar sem lausnin var mitt á milli. Staðreyndin er sú að 1. sætið í fyrstu deildinni tryggir þér beint upp. Annað sætið gerir það ekki. Þá ferðu í úrslitakeppni að berjast um síðasta sætið. Ef að Hamar hefði farið beint upp þá hefði Breiðablik og Vestri verið mjög ósátt líka, því annað sætið fer ekki beint upp.“ Allt innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan. Klippa: Sportið í kvöld: Finnur Freyr um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira