Rafíþróttir

Ísland og Rúmenía mættust í FIFA 20

Tinni Sveinsson skrifar
Ísland og Rúmenía mætast í vináttulandsleik í FIFA 20.
Ísland og Rúmenía mætast í vináttulandsleik í FIFA 20.

Ísland og Rúmenía áttu í dag að mætast í umspilsleik fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í fótbolta. Leiknum hefur verið frestað fram í júní og mótinu fram á næsta ár.

Vináttulandsleik Íslands og Rúmeníu í FIFA 20 hefur aftur á móti ekki verið frestað og fer hann fram klukkan 16.30 í dag.

Aron Þormar Lárusson og Jóhann Ólafur Jóhannsson, sem léku með landsliði Íslands í PES í undankeppni eEURO 2020, munu skipa lið Íslands í leiknum.

Leiknir verða fjórir leikir og hefst viðureignin klukkan 16.30. Stöð 2 eSport sýnir beint frá leikjunum og er einnig hægt að horfa á þá hér á Vísi.

Klippa: Ísland - Rúmenía í FIFA 20

Tengdar fréttir

Ísland í undankeppni EM í e-fótbolta í dag | Viðar og Arnór byrja frammi

Það verður ekkert EM í fótbolta í sumar og karlalandsliðið í fótbolta spilar á ný í fyrsta lagi 4. júní, í EM-umspilinu við Rúmeníu. Hins vegar verður landsliðið í e-fótbolta á ferðinni í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, nýjum heimavelli rafíþrótta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.