Fjórir af hverjum fimm hafa áhyggjur af efnahagnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:47 IKEA hefur lokað verslun sinni í Kauptúni í Garðabæ og selur nú aðeins vörur á netinu. Vísir/Vilhelm 79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar.
Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira