Fjórir af hverjum fimm hafa áhyggjur af efnahagnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 11:47 IKEA hefur lokað verslun sinni í Kauptúni í Garðabæ og selur nú aðeins vörur á netinu. Vísir/Vilhelm 79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag. Sex prósent sögðust hafa frekar litlar, mjög litlar eða engar áhyggjur af stöðu mála. Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingur, 18 ára og eldri. Svarendur reyndust hafa öllu minni áhyggjur af því að smitast sjálfir af kórónaveirunni en 29% kváðust hafa miklar áhyggjur en 35% mjög litlar eða engar áhyggjur. Þá kváðust 34% svarenda hafa miklar áhyggjur af alvarlegu fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu veirunnar og 21% kváðust hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar. Svarendur á aldrinum 18-29 ára reyndust ólíklegri en svarendur annarra aldurshópa til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast af kórónaveirunni (26%) eða af áhrifum hennar á íslenskan efnahag eða eigið heilsufar (15%). Svarendur 30-49 ára (31%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af því að smitast af kórónaveirunni en þeir 68 ára og eldri (33%) reyndust líklegastir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir alvarlegu heilsufarslegu tjóni. Stuðningsfólk Viðreisnar (78%) reyndist líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast hafa miklar áhyggjur af áhrifum útbreiðslu kórónaveirunnar á íslenskan efnahag en stuðningsfólk Vinstri-grænna (37%) og Samfylkingar (31%) reyndist líklegra en aðrir til að segjast hafa miklar áhyggjur af að smitast sjálft af kórónaveirunni. Þá reyndist stuðningsfólk Pírata (45%) og Miðflokks (45%) líklegast allra til að segjast hafa miklar áhyggjur af að verða fyrir fjárhagslegu tjóni af völdum útbreiðslu kórónaveirunnar og stuðningsfólk Miðflokks (27%), Vinstri-grænna (23%) og Samfylkingar (20%) líklegast til að segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegu tjóni af völdum veirunnar.
Skoðanakannanir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira