Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 10:34 Forsíða DV.is í morgun. Fram hefur komið að Torg ætli að halda úti tveimur vefum, Frettabladid.is annars vegar og DV.is hins vegar. Forsíða DV.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira