Atvinnulíf

Samskipti í fjarvinnu: Stundum er betra að hringja

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Stundum er betra að hringja og tala við fólk frekar en að skrifast á því rafræn samskipti eiga það til að misskiljast.
Stundum er betra að hringja og tala við fólk frekar en að skrifast á því rafræn samskipti eiga það til að misskiljast. Vísir/Getty

Þótt margir séu í fjarvinnu er ekki þar með sagt að öll samskipti við samstarfsfélaga eða viðskiptavini þurfi að færast yfir á netið. Í sumum aðstæðum gildir reyndar enn sú regla að betra er að tala við fólk.

Hér eru nokkur dæmi um aðstæður þar sem símtal gæti verið betri leið en að skrifast á. 

1. Ef skilaboð eru líkleg til að misskiljast

Rafræn skilaboð eiga það til að misskiljast því það sem einn skrifar og meinar er ekkert endilega það sem móttakandinn upplifir við lesturinn. Ef hætta er á að samskiptin verði misskilin er betra að hringja í viðkomandi. 

2. Þegar þig vantar aðstoð eða þegar þú þarft að útskýra eitthvað

Það er ekkert ólíklegt að mörgum vanti smá aðstoð í fjarvinnunni. Mjög oft er hægt að fá aðstoðina rafrænt en ef spurningarnar eru margar eða viðfangsefnið þér erfitt, skaltu frekar hringja og fá aðstoðina símleiðis.

Það sama gildir þegar þú þarft að útskýra eitthvað fyrir öðrum, sérstaklega ef það er flókið eða í löngu máli. 

3. Þegar þú vilt ræða eitthvað persónulegt

Málefni sem teljast mjög persónuleg á frekar að ræða í síma en skriflega.

4. Er langt síðan þú áttir að vera búin(n) að svara?  

 Ef það fórst forgörðum að svara tölvupósti getur verið mun persónulegra að hringja og biðjast afsökunar. 

5.  Til að spjalla!

Vinnustaðir eru fyrir marga mikilvægir félagslega. Margir sakna þess að hitta ekki samstarfsfélagana og sakna samtalanna sem oft eiga sér stað í vinnunni. Til dæmis við kaffivélina, í hádegismatnum eða bara í vinnurýminu þar sem flestir eru staðsettir.

Hvers vegna ekki að hringja og heyrast í spjalli?


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.