Viðskipti innlent

Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa

Eiður Þór Árnason skrifar
Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.
Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli. Vísir

Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa.

Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates.

Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest.

USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október.

Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.