Viðskipti innlent

Liv ráðin for­stjóri ORF Líf­tækni

Atli Ísleifsson skrifar
Liv Bergþórsdóttir hefur áður starfað sem forstjóri NOVA.
Liv Bergþórsdóttir hefur áður starfað sem forstjóri NOVA. ORF Líftækni

Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Hún tekur við starfinu af Frosta Ólafssyni sem óskaði fyrr á árinu eftir að láta af störfum.

Í tilkynningu kemur fram að hún gangi til liðs við ORF Líftækni eftir farsælan feril sem stjórnandi í fjarskiptageiranum, nú síðast sem forstjóri Nova.

„Liv leiddi uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Nova frá stofnun þess árið 2006 fram á mitt ár 2018. Fyrir þann tíma var hún meðal annars framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone og Tals. Undanfarin ár hefur Liv jafnframt setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Liv er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið AMP námi við IESE Barcelona Business School,“ segir í tilkynningunni.

ORF Líftækni starfar á sviði plöntulíftækni og framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar. Sömuleiðis er unnið að læknisfræðilegum rannsóknum og öðrum þróunarverkefnum.

Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 70 manns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.