Hjarðdýr, safnarar og veiðimenn - samfélagsþróun okkar tíma Hjördís Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2020 08:00 Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun