Hjarðdýr, safnarar og veiðimenn - samfélagsþróun okkar tíma Hjördís Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2020 08:00 Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar