Hjarðdýr, safnarar og veiðimenn - samfélagsþróun okkar tíma Hjördís Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2020 08:00 Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun