Hjarðdýr, safnarar og veiðimenn - samfélagsþróun okkar tíma Hjördís Sigurðardóttir skrifar 22. mars 2020 08:00 Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilsa okkar og vellíðan er hornsteinn alls í öllum samfélögum. Heimsfaraldur geisar nú sem mun hafa veruleg áhrif á öll hagkerfi heimsins. Það blasir við hversu háðar þjóðir eru hver annarri um vörur og þjónustu. Á sama tíma sýnir það sig að með því ‚að hægja‘ á brýst blár himin fram úr mengunarhjúp undanfarinna ára í þeim borgum sem hafa þurft að hægja á, og áfram mætti telja sambærileg dæmi um að mengun sé á undanhaldi. Heimskautaísinn bráðnar hratt Sjaldan hefur mannkynið þurft að horfast í augu við annað eins. Lokanir á ýmis konar starfsemi og skólahaldi og meira að segja lokun á ferðir yfir landamæri. Í ljós kemur þörf fólks til að birgja sig upp af nauðsynjum. Við erum hjarðdýr, safnarar og veiðimenn. Á sama tíma berast fréttir af hröðustu bráðnun heimskautaíssins sem mælst hefur, sexfalt meirir bráðnun en undir lok síðustu aldar. En fréttin hverfur alfarið í umræðunni um heimsfaraldurinn. Við erum að lifa á ótrúlega merkilegum tímum. Augljóslega er mannkynið ein fjölskylda í heimsfaraldri – veikindin fara ekki í manngreiningaálit eftir lit, trú, stétt eða stöðu – eins og hinn góðkunni leikari Tom Hanks benti á úr sinni sóttkví. Viðbrögð verða að vera samræmd og byggð á vísindum og samhæfingu til að skaðinn verði lágmarkaður. Það er um leið fallegt og skelfilegt að sjá það kristallast svo skýrt hve flókin tengsl mannfólksins er á jörðinni. Og þá kemur einnig í ljós hverjir eru góðir leiðtogar. Sem hjarðdýr elskum við að vera í hópum, ferðast um og upplifa – vera saman. Sem safnarar viljum við eiga allt til öryggis, ef ske kynni að á þyrfti að halda. Sem veiðimenn, sætum við lagi og ‚grípum gæsina þegar hún gefst’. Sem aldrei fyrr finnum við hvernig sjálfbær samfélög gætu raunverulega virkað Samfélög sem lokast núna af af völdum faraldsins, finna nú sem aldrei fyrr, hvernig sjálfbært samfélag raunverulega gæti virkað – að vera sér næg með nauðsynjar eins mikið og mögulegt er. Í dag þarf hjarðdýrið ‚að upplifa‘; í eigin landi, í sinni borg, á sínum bæ – að minnsta kosti um tíma og í auknum mæli í framtíðinni. Nýta tæknina og hugvitið. Í dag þarf safnarinn að hugsa um hjörðina í stærri skala, söfnunin þarf - að nægja þegar á heildina er litið. Og veiðimaðurinn leitar á ný mið, í raun- og sýndarverualeika. Umbylting í hugsunarhætti framundan Það eina góða, og það mikilvægasta, sem gæti komið út úr krísunni sem gengur yfir er umbylting. Umbylting í hugsunarhætti - að opna huga og hjarta fyrir nýjungum, að leggja áherslu á samkennd og alþjóðlegt samstarf. Heilsa og vellíðan heildarinnar er framtíðin og í heildinni er maðurinn hluti af vistkerfi jarðarinnar. Samfélgasþróun og uppbygging okkar tíma þarf að stuðla að minna vistspori mannsins þegar til lengri tíma er liti, fyrir alla hjörðina og jörðina. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar