Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 19:15 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45