Viðskipti innlent

Costco lækkar bensínverð duglega

Stefán Ó. Jónsson skrifar
visir-img
Foto: Hanna Andrésdóttir

Meðfram lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu hefur mátt gæta verðlækkunar við bensíndælurnar - hvergi þó meiri en hjá Costco í Kauptúni. 

Þar hefur bensínlítrinn lækkað um 16 krónur á einni viku - þar af um 12 krónur í morgun ef marka má Gasvaktina, sem heldur utan um þróun bensínverðs í landinu.

Er nú svo komið að bensínlítrinn kostar þar 180 krónur, en sem áður þurfa viðskiptavinir Costco að greiða árgjald áður en dæling hefst. Verðið hjá öðrum stöðvum hefur einnig lækkað, hvergi þó í líkingu við lækkunina í Costco.

Tunnan af Brenthráolíu kostar nú 26 dali og hefur ekki verið ódýrari í ein 13 ár. Verðlækkunina má meðal annars rekja til minnkandi eftirspurnar vegna kórónuveirufaraldursins, auk þess sem stærstu olíuveldi heims hafa ekki náð saman um að draga úr framleiðslunni.

Meðfylgjandi er skýringarmynd frá Gasvaktinni sem sýnir þróun eldsneytisverðs.

Þróun olíuverðs. Bláa línan sýnir verðið hjá Costco.gasvaktin

Tengdar fréttir

Sádar boða enn meiri olíuframleiðslu í verðstríði við Rússa

Útlit er fyrir enn frekari lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu eftir að Sádar tilkynntu að þeir ætluðu að framleiða metmagn af olíu í apríl. Þeir standa nú í verðstríði við Rússa sem vildu ekki samþykkja samdrátt í framleiðslu sem Sádar og OPEC vilja til að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar.

Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar

Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×