Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Olíuverð hefur lækkað á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Innkaupastjóri segir það koma greinilega fram á Íslandi. Mynd/Vísir. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús. Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús.
Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira